140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:35]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Í þeirri dagskrártillögu sem hér liggur fyrir eru færð þau rök fyrir frávísun að saksóknari Alþingis og varasaksóknari telji að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu. Ég er þeirrar skoðunar, frú forseti, að það sé Alþingis og Alþingis eins að leggja mat á það hvort einhver þeirra atburða hafi orðið eða breytingar sem geri að verkum að Alþingi eigi að draga til baka og afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde. Þess vegna tel ég að í þessari frávísunartillögu felist sú villa sem geri það að verkum að ekki sé hægt fyrir Alþingi að samþykkja hana.

Því segi ég nei.