140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:37]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Frú forseti. Í lögum um landsdóm er sérstaklega kveðið á um samráð milli saksóknara og þingsins í málum sem fara fyrir dóminn. Þetta samráð var tryggt þegar meiri hluti þingsins samþykkti að vísa þingsályktunartillögunni um að draga aftur ákæruna á hendur Geir H. Haarde til nefndar. Nú hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallað efnislega um málið og fengið á sinn fund saksóknara Alþingis og varasaksóknara sem telja að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu.

Frú forseti. Það eru því engin ný efnisleg rök sem þingið þarf að taka afstöðu til og því samþykki ég frávísun.