140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:38]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er rétt sem hér kom fram áðan að þetta mál er ómerkilegt. Það er ómerkilegt vegna þess að það er líklega ekki þingtækt. Það er ómerkilegt vegna þess að því fylgir íhlutun í dómsvaldið. Það er ómerkilegt vegna þess að það er ekki einu sinni hugsað fyrir því hvað verði um málsgögn. Það er ómerkilegt vegna þess að með því er enginn greiði gerður þeim einstaklingi sem um ræðir. Það er ómerkilegt vegna þess að hvatinn á bak við það eru hráir flokkshagsmunir Sjálfstæðisflokksins.

Ég segi já.