140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar.

68. mál
[14:34]
Horfa

Flm. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég kem ekki upp til að andmæla síðasta ræðumanni heldur til að taka undir með honum og fagna orðum hans. Það er nefnilega alveg hárrétt sem þingmaðurinn segir að þjóðin hefur oft verið sett í þetta óvirka þolandahlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta snýst svolítið um að breyta samskiptamenningunni milli þings og þjóðar. Ég held satt að segja að ef við værum óhræddari við að leita álits þjóðarinnar og eiga samtal við þjóðina væri gjáin ekki eins breið og hún er og hefur verið upp á síðkastið. Við þurfum nefnilega að bryggja brýr núna og moka ofan í gjár.

Sáttin sem um er að ræða í þessu tiltekna máli, sem er auðvitað hart deilumál, snýst að sjálfsögðu ekki um að hagsmunaaðilar fái sitt fram því að fleiri eiga hagsmuna að gæta en hinir formlegu hagsmunaaðilar. Það eru auðvitað öll byggðarlög landsins meira eða minna og íslenskt samfélag.

Ég vil því þakka þingmanninum fyrir ræðu hans.