140. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa fimm bréf um frestun á því að skrifleg svör berist við fyrirspurnum.

Frá fjármálaráðuneyti, dags. 1. mars sl.: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 665, um ríkisstuðning við innlánsstofnanir, frá Pétri H. Blöndal. Vegna umfangs og lengri tíma við upplýsingaöflun fer ráðuneytið fram á að fá viðbótarfrest til 13. mars nk. til að svara fyrirspurninni.

Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, dags. 1. mars sl.: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 811, um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa, frá Vigdísi Hauksdóttur. Vegna umfangs og lengri tíma við upplýsingaöflun fer ráðuneytið þess á leit að viðbótarfrestur verði gefinn til 13. mars til að svara fyrirspurninni.

Frá utanríkisráðuneyti, dags. 7. mars sl.: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 805, um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa, frá Vigdísi Hauksdóttur. Vegna umfangs og lengri tíma við upplýsingaöflun fer ráðuneytið þess á leit við Alþingi að fá viðbótarfrest til 19. mars nk. til að svara fyrirspurninni.

Frá velferðarráðuneyti, dags. 5. mars sl.: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 793, um húsnæðismál, frá Margréti Tryggvadóttur. Vegna umfangs og lengri tíma við upplýsingaöflun fer ráðuneytið þess á leit að fá viðbótarfrest til 14. mars nk. til að svara fyrirspurninni.

Annað bréf frá velferðarráðuneyti, dags. í dag, 12. mars: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 801, viðbrögð stjórnvalda við úttekt barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, frá Þuríði Backman. Vegna umfangs og lengri tíma við upplýsingaöflun fer ráðuneytið þess á leit að fá viðbótarfrest til 19. mars nk. að svara fyrirspurninni.