140. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2012.

kynheilbrigði ungs fólks.

451. mál
[16:54]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa umræðu sem ég held að sé afar mikilvæg því að unga fólkið okkar er framtíðin og heilbrigði þess skiptir að sjálfsögðu miklu máli.

Mig langar á þessum örstutta tíma bara að vekja athygli á að mér finnst skipta mjög miklu máli að fræðsla og forvarnir séu á jafningjagrunni. Við verðum að horfast í augu við að þó að okkur fullorðna fólkinu finnist við vita og kunna allt voðalega vel og eiga mjög auðvelt með að tala við ungt fólk held ég að jafningjafræðsla á einhverjum grunni, t.d. í framhaldsskólunum þar sem ungt fólk sem jafnvel hefur sjálft upplifað hvaða afleiðingar það getur haft að fá klamydíu, geti verið haldbetri. Ungar stúlkur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu geta sagt frá því hvaða áhrif það hefur. Ég vil að við höldum þeim þætti á lofti að jafningjafræðsla getur skipt mjög miklu máli og haft mikil áhrif, jafnt á þessu heilbrigðissviði sem til dæmis því þegar við erum að ræða um reykingar og áfengi. Mér finnst þetta skipta mjög miklu máli og tel að við eigum að (Forseti hringir.) halda þessu á lofti.