140. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2012.

Hof á Akureyri og fjárframlög úr ríkissjóði.

425. mál
[17:10]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa umræðu. Hið dýrmæta hús menningarhúsið Hof á Akureyri er hið eiginlega menningarhús landsbyggðarinnar því að fólk víða að sækir samkomur í því húsi. Hér finnst mér við fyrst og fremst hafa skoðað bygginguna en ég held að við séum mörg talsvert upptekin af rekstrinum. Það skiptir máli að ríkið komi að rekstri menningartengdrar starfsemi víðar en bara í höfuðborginni.

Síðan langar mig að spyrja hæstv. fjármálaráðherra, úr því að þessi umræða er, hvort eitthvað hafi verið talað um að halda áfram með þá áætlun sem var í gangi fyrir hrun, að koma upp menningarhúsum víðar á landsbyggðinni. Það var t.d. komið talsvert langt að skoða byggingu menningarhúss á Austurlandi. Mig langaði til að heyra hvort sú (Forseti hringir.) áætlun hefði eitthvað verið skoðuð upp á nýtt.