140. löggjafarþing — 68. fundur,  12. mars 2012.

gjaldeyrismál.

608. mál
[18:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir ræðuna. Eðli málsins samkvæmt var hún kannski frekar stutt. Svar mitt verður líka frekar stutt af því að ég er ekki búinn að kynna mér málið í hörgul.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann, formann efnahags- og viðskiptanefndar. Nú hefur þetta frumvarp væntanlega þau áhrif að gengi á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs og fleiri fellur í fyrramálið. Hvað gerist með fólk sem keypti þessi bréf í dag og horfir upp á að þau verði verðminni á morgun vegna aðgerða löggjafans? Hvernig virkar þá eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar?