140. löggjafarþing — 71. fundur,  13. mars 2012.

lokaorð ráðherra í sérstakri umræðu.

[15:04]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er ákveðinn galli, þótt ég geri enga athugasemd við fundarstjórn forseta, eins og í þessu tilviki að þegar við erum að fara í umræðu sem ég tel afskaplega merkilega og mikilvæga að fara í gegnum að ákveðin óhagkvæmni er í því þegar sá aðili sem síðast talar, og enginn annar getur komist að og svarað, geti komist upp með að hafa jafnvel rangt eftir þeim sem — (Forseti hringir.)

(Forseti (RR): Undir þessum lið, hv. þingmaður, er óheimilt að halda áfram umræðu sem þegar er lokið.)

Þess vegna, virðulegi forseti, vildi ég alls ekki gera það heldur bara vekja athygli á því að þrátt fyrir að fundarstjórn forseta sé algjörlega til fyrirmyndar er þetta ákveðið óhagræði sem erfitt er að eiga við og þess vegna fannst mér bara rétt og skylt að fara yfir það hér.