140. löggjafarþing — 72. fundur,  13. mars 2012.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

39. mál
[18:14]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona svo innilega að fögnuður þeirra í Brussel út af brotthvarfi mínu úr ráðherrastól reynist skammlífur og að þeir verði fyrir vonbrigðum. Ég vona innilega að sá sem tók við ráðuneytinu af mér bregðist þeim í Brussel hvað þetta varðar.

Hins vegar liggur alveg fyrir hverjar kröfur þeirra í Brussel eru í þessum efnum. Við þurfum ekki að velkjast lengur í vafa um það og þess vegna tel ég að Alþingi eigi að taka málið til sín og fara yfir það hvort heimilt er að vinna áfram í þeim farvegi sem málið er nú samkvæmt þingsályktunartillögu Alþingis eða hvort vert sé að staldra við. Það er það sem ég tel (Forseti hringir.) að eigi að gera. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)