140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

netfærsla af nefndarfundi.

[15:41]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég kem upp til að gera athugasemdir við störf forseta vegna þess að mér finnst eðlilegt að forseti geri athugasemdir við það þegar svokallaður stjórnmálaforingi grípur til þeirra rökþrota að uppnefna annan stjórnmálaflokk. Hann má vel minnka mín vegna, viðkomandi stjórnmálaforingi, en hann er ekki maður að meiri fyrir þetta.