140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

netfærsla af nefndarfundi.

[15:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi uppnefningar og annað þá kallaði hæstv. utanríkisráðherra framsóknarmenn lambhrúta. Ég veit ekki hvort það er eitthvað verra að flokkur sé kallaður sértrúarsöfnuður eða eitthvað slíkt. (Gripið fram í.) Já, það er frekar fallegt, eins og hv. þingmaður kallar hér fram í.

Frú forseti. Hæstv. forseti nefndi hér bréf sem sá er hér stendur ritaði forseta í gær vegna þeirra orða forseta og úrskurðar að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hefði gerst brotleg við þingsköp. Hæstv. forseti útskýrði það á engan hátt hvað þingmaðurinn hefði gert af sér. Í ljósi þess — reyndar hefði kannski verið betra að rætt hefði verið við þingmanninn til að fá upp þá stöðu sem raunverulega var — er full ástæða til að kalla eftir rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun vegna þess að það er mjög alvarlegt að vera sakaður um að brjóta þingsköp, ekki síst þegar það að okkar mati á engan veginn rétt á sér.