140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

netfærsla af nefndarfundi.

[15:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara yfir hina valkvæðu viðkvæmni þingmanna Samfylkingarinnar en vil benda á að hér flýgur ýmislegt í þingsal. Það sem ég kalla á er yfirvegun í fundarstjórn hér. Það sem gerðist í gær var að þingmaður sendi frá sér Facebook skilaboð og það á að taka á því sem slíku. Það sem gerðist í kjölfarið var ekki betra þegar menn komu og sökuðu hana um að hafa gert hluti sem hún gerði ekki. Hæstv. forseti kom svo í kjölfarið og sagði hreint og klárt að hún hefði brotið þingsköp og þá á þingmaður rétt á að fá að svara fyrir sig. Það sem skiptir máli, virðulegur forseti, er að við, hvort sem við erum í stjórn eða stjórnarandstöðu, upplifum að hér sé bæði agi og að gætt sé fyllstu sanngirni á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. (Forseti hringir.) Það er því miður ekki upplifunin og það held ég að forseti Alþingis eigi að ræða í forsætisnefnd og (Forseti hringir.) við formenn flokka.

(Forseti (ÁRJ): Enn hvetur forseti þingmenn til að virða tímamörk.)