140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

netfærsla af nefndarfundi.

[15:47]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég er þakklátur fyrir þá uppfræðslu sem ég hef hlotið í dag um störf þingsins þó að þær umræður hafi að mestu snúist um stöðu íslensku krónunnar og þá dularfullu hjátrú að forsætisráðherra okkar, mögnuð manneskja sem hún er, geti með einhverjum töfrabrögðum talað gjaldmiðil landsins ýmist upp eða niður. (Gripið fram í: Er þetta um fundarstjórn?) Mér er alveg óskiljanlegt (Gripið fram í: Þetta er efnisleg …) hvað er átt við með þessu en mig langar til að leggja orð í belg (Gripið fram í: Forseti.) og reyna að (Forseti hringir.) tala upp krónuna …

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn forseta.)

Já, nákvæmlega, að forseti gæti með fundarstjórn sinni tekið það fyrir að beinum útsendingum frá Alþingi yrði hætt og í staðinn selt inn á þingpallana til að fylgjast með upphafshálftíma (Forseti hringir.) þingsins. Það væri peninganna virði og aðsókn mjög mikil. (Gripið fram í: Já, …)