140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[16:28]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er allt gott um það að segja að fólk fái eins ítarlegar upplýsingar og hægt er um það sem kann að valda hættu á lífi og limum. Þetta mál er því miður að mínu mati ekki fullbúið vegna þess að það á eftir að skilgreina þá þætti sem hugsanlega þarf að ákveða sektir um og framgang. Æskilegra hefði verið að gera það áður en frumvarpið er samþykkt. Æskilegra hefði verið að vinna þetta í nánari samvinnu við sveitarfélögin í landinu sem þurfa að bera ábyrgð á því að framfylgja frumvarpinu. Það er mjög slæmt að þau hafi enga hugmynd um þann kostnaðarauka, þann mannafla sem þarf til þess að sinna þessu ágæta máli. En að því leytinu til er það ekki fullbúið. Þess vegna er að mínu mati ekki hægt að styðja það, en það er mjög (Forseti hringir.) æskilegt að það verði unnið áfram.