140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[16:30]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

(Forseti (KLM): Forseti biður þingmenn að gefa ræðumanni hljóð til að flytja mál sitt.)

Forseti. Við erum hér að afgreiða mál sem er mikilvægt, skerpir á upplýsingaskyldu stjórnvalda og rétti almennings til upplýsinga í umhverfismálum. Þetta er í samræmi við Árósasamninginn og túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu. Ég vil eins og aðrir hér hrósa hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur sérstaklega fyrir frumkvæði hennar og vinnu í þessu máli og að hafa staðið svo fast í ístaðinu í vinnslu þessa máls. Við höfum brugðist við ábendingum og athugasemdum, tekið þetta fyrir á mörgum fundum og ég tel alveg ljóst að þetta mál er vel unnið, vel búið og mjög til bóta.