140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[16:31]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil gjarnan taka undir það með öðrum þingmönnum að hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir hefur lagt mikla vinnu í þetta mál og ég held að þingmenn geri það almennt í öllum sínum málum.

Varðandi þetta einstaka mál vil ég segja, og ég ræddi það í umræðunni í gær og var auðvitað viðstaddur 2. umr. líka, að það er mín skoðun að í dag séu þessar aðstæður fyrir hendi að miklu leyti. Vel má vera að skerpa þurfi á þessum ákvæðum og ég tel að það mætti alveg gera í þeim lögum sem við höfum, við munum til dæmis fjalla um upplýsingalögin á næstunni. Þetta er í stjórnsýslulögum, þar er sérstök skylda lögð á hendur stjórnvöldum ef upp koma hættur er varða umhverfisslys og hættur fyrir fólk, þá er sérstakur réttur á stjórnvöld að upplýsa almenning í dag. (Forseti hringir.)

Ég tel því að þó að þetta mál sé gott séu til aðrar leiðir sem hefðu leyst þann vanda er upp kom og var forsenda þess að málið kom fram upphaflega.