140. löggjafarþing — 74. fundur,  15. mars 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa fimm bréf um frestun á því að skrifleg svör við fyrirspurnum berist.

Frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 648, um fjárhæð lána heimila vegna íbúðarhúsnæðis, frá Kristjáni Þór Júlíussyni. Svar mun berast fyrir lok dags mánudaginn 19. mars.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 749, um þróun á innlánum einstaklinga, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Svar mun berast fyrir lok dags mánudaginn 19. mars.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 842, um íbúðir í eigu banka og lífeyrissjóða, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Svar mun berast fyrir lok dags mánudaginn 19. mars næstkomandi.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 810, um nefndir, ráð og verkefnisstjórnir og starfshópa, frá Vigdísi Hauksdóttur. Vænst er að svar muni berast eigi síðar en 22. mars næstkomandi.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 853, um starfsmannastefnu ráðuneyta og undirstofnana varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, frá Helga Hjörvar. Vænst er að svar muni berast eigi síðar en 22. mars.