140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:33]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa þrjú bréf um frestun á því að skrifleg svör við fyrirspurnum berist. Frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 914, um eignarhald á bifreiðum og tækjum, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verða á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en gert er ráð fyrir að það berist eigi síðar en 23. mars.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 849, um starfsmannastefnu ráðuneytis og undirstofnana varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, frá Helga Hjörvar. Upplýst er að tafir verða á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en gert er ráð fyrir að það berist eigi síðar en 26. mars næstkomandi.

Frá utanríkisráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 848, um starfsmannastefnu ráðuneytis og undirstofnana varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, frá Helga Hjörvar. Upplýst er að tafir verða á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en gert er ráð fyrir að það berist eigi síðar en 21. mars næstkomandi.