140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

272. mál
[17:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er svarið enn undarlegra. Hvað hefur Vegagerðin að gera með að taka við rannsóknarverkefnum á norðurslóðum? Jú, það stendur hér í 9., 10. og 11. gr. að Vegagerðin taki þátt í alþjóðlegu samstarfi á starfssviði sínu eftir því sem kveðið er á um í lögum, alþjóðasamningum eða með ákvörðun ríkisstjórnar. Vegagerðin taki þátt í að annast rannsóknir, greiningu og þróun á starfssviði sínu og stofnuninni sé heimilt að framselja eða fela öðrum framkvæmd einstakra verkefna eða verkþátta á starfssviði stofnunarinnar.

Gerir ráðherrann sér grein fyrir því að með þessu lagafrumvarpi frá Alþingi verið að framselja vald ríkisins til alþjóðastofnana, m.a. til Evrópusambandsins? Þar að auki kemur fram í 10. gr. að um mikla ráðherravæðingu er að ræða.

Herra forseti. Þetta frumvarp verður að koma aftur til nefndar og til frekari umræðu því að ég held að ráðherrann átti sig ekki á hvað í því felst.