140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

272. mál
[17:35]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi umræða fór fram, ég held að hv. þingmanni sé alveg óhætt að trúa mér að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi það. Þetta var rætt í innanríkisráðuneytinu og þessa sér stað í því frumvarpi sem við erum að ræða núna. Ég hef talað um og lagt áherslu á að til álita hafi komið og komi enn að flytja vissa þætti undir Landhelgisgæsluna, og nú hefur verið að koma fram í máli mínu með hvaða hætti sé hægt að meðhöndla þessi ágreiningsefni. En við teljum og ég tel mjög brýnt að fá þetta frumvarp samþykkt núna, þessa lagaumgjörð.

Ég er alveg sannfærður um að ef það verður ekki gert verður hjakkað hér í sama farinu allt næsta ár og ef til vill fleiri ár. Það er engum til góðs en þessari starfsemi sannarlega til ills og ég ítreka: Það er ekkert að finna í þessu frumvarpi sem kemur í veg fyrir að við höldum inn á þær brautir sem sumir og þar á meðal hv. þingmaður tala fyrir.