140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.

346. mál
[17:45]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Ragnheiður Ríkharðsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil lesa það sem stendur í athugasemdum við frumvarpið:

„Í frumvarpi því sem hér er lagt fram er lagt til að innanríkisráðherra verði falið að skipa ritstjórn lagasafns sem beri ábyrgð á og hafi umsjón með útgáfu lagasafns, hvort heldur í prentuðu formi eða á rafrænu formi. Í gildi er samningur um útgáfu lagasafns í rafrænu formi frá 28. júní 1996 þar sem þáverandi dómsmálaráðherra fól skrifstofu Alþingis að taka að sér uppfærslu rafræns lagasafns. Er ekki gert ráð fyrir að því fyrirkomulagi verði breytt, en ráðherra þó veitt heimild til að semja við aðra aðila sem kynnu að vilja gefa út og selja aðgang að rafrænu formi lagasafns svo sem tíðkast hefur annars staðar á Norðurlöndum.“

Að öðru leyti var ekki formlega rætt um hvernig varðveita ætti hin rafrænu gögn með öðrum hætti en hér er gert og í þeim samningi sem þegar er í gildi.