140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

viðvera ráðherra við umræðu.

[17:51]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það má skilja orð síðasta ræðumanns, hv. þm. Marðar Árnasonar, á þann veg að nokkuð breið samstaða sé um það í salnum að ekki sé hægt að láta umræðuna fara fram að svo búnu, en það verður forseti auðvitað að meta.

Ég vildi hins vegar í tengslum við þetta, af því að hér var nefnt að hæstv. umhverfisráðherra þyrfti helst að vera viðstaddur þessa umræðu, geta þess að í breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar er að finna veigamiklar breytingar um önnur efnisatriði en þau sem voru í hinu upphaflega frumvarpi og þær breytingartillögur voru ættaðar frá umhverfisráðherra og voru ekki til umræðu þegar umhverfisráðherra var viðstaddur hér við 1. umr.