140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[16:06]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hvað varð af sjónarmiðunum um að horfa fram á veginn? [Hlátur í þingsal.] Í engu máli gefst okkur jafngott tækifæri til þess eins og í því þegar við ræðum sjálfar grundvallarleikreglur lýðræðissamfélagsins. En það er skiljanlegt sjónarmið að menn vilji fá tíma.

Ég vil þá hvetja til þess að kannað verði hvort ekki megi koma við þingfundi á morgun eða að loknum þingfundi Norðurlandaráðs hér í hádeginu á föstudaginn þannig að þingið brenni ekki inni á tíma með að senda málið til þjóðarinnar, því að öll hljótum við að geta verið sammála um að íslenskur almenningur eigi að fá tækifæri til að segja álit sitt á þessu máli hver svo sem niðurstaða þess verður. (Gripið fram í: Ert þú farinn að stjórna þingfundum?) (Gripið fram í.)