140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[16:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ber verulega mikla virðingu fyrir stjórnarskránni, bæði þeirri nýju og líka þeirri gömlu. Mér finnst það ekki við hæfi að rætt sé um stjórnarskrá, illa undirbúið, eins og hér á að fara að gera. Það er enginn bragur á því að fara að ræða um stjórnarskrá án þess að hafa haft tíma til að lesa og yfirvega það frumvarp sem er til umræðu. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … þjóðaratkvæði.) Við ætlum að ræða um það hvernig við ætlum að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu, (Gripið fram í: Já, gerum það.) það er akkúrat málið.

Ég neita því að í svona stóru máli sé beitt afbrigðum, ég neita því. (Gripið fram í: Er flokkurinn að missa sig?) Ég kvarta bara undan því hvað verkstjórnin er hræðilega slæm á þessu. (Gripið fram í: Ég neita að …) Með stjórnlagaþingi, stjórnlagaráði (Gripið fram í: Hvernig voru …?) komu fyrstu hörmungarnar. Síðan í nefndinni, í allt haust hafa menn verið að tala um málið en ekki efnislega. (Gripið fram í: Rétt.) Það hefur ekkert verið rætt um málið efnislega, þannig að ég er á móti því að veita afbrigði.