140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[16:11]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér er um það að ræða að verið er að leita afbrigða við þingskjali fyrir fyrri umræðu um tillögu sem hér hefur verið borin fram, fyrri umræðu. Það er ekki verið að loka málinu, það er ekki verið að ljúka neinu. Það er verið að fjalla um mál sem hér hefur verið lengi á döfinni, verið þaulrætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem allir flokkar eiga fulltrúa sína.

Ástæðan fyrir því að menn leggjast hér í tveimur flokkum gegn málinu er sú að þeir vilja ekki endurskoðun stjórnarskrárinnar, (Gripið fram í.) þeir vilja loka það mál inni hjá sjálfum sér, þeir vilja loka það mál inni hjá sérkjörnum, innmúruðum og innvígðum sínum eigin lögfræðingum og ekki hleypa í það almenningi á Íslandi frekar en nokkurn tíma áður. (Gripið fram í.) Ég er ekki í þeim hópi, ég segi já.