140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

meðferð sakamála.

622. mál
[16:48]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki tölfræði á reiðum höndum hvað þetta snertir en er tilbúinn að afla mér hennar að því marki sem hún er yfirleitt til staðar. Hér erum við náttúrlega að fara yfir í nýjar lendur. Við erum að lækka þröskuldinn hvað varðar rannsóknir á tilteknum hópum á grundvelli afmarkaðra laga og með ríkri eftirlitsskyldu af hálfu ríkissaksóknara og síðan þingsins. Ég legg áherslu á að hér er verið að stíga markvisst skref, en það er mjög takmarkað og mjög varfærið og þannig tel ég að við eigum að standa að þessum málum.

Hitt er síðan álitamál, hvort eigi að banna samtök eða uppræta hið glæpsamlega í atferli þeirra. Það er náttúrlega það sem við erum að gera. Samtök eru eðli máls samkvæmt löglaus að því marki sem þau fremja (Forseti hringir.) löglausa og glæpsamlega hluti. Það er það sem við einhendum okkur í að gera.