140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

meðferð sakamála.

622. mál
[16:56]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ítreka aftur að hér er hreyft við grundvallarmáli. Það þarf að vera eftirlit með eftirlitinu. Það þarf að vera í mjög góðu lagi. Síðan er nýlundan hér sú að auk þess sem skyldur eru lagðar á ríkissaksóknara að sinna eftirlitsstarfi eru einnig sköpuð þarna tengsl við þingið. Það er nokkuð sem þarf að vera fyrir hendi.

Grundvallarreglan er að sjálfsögðu sú að ef sími hjá einstaklingi er hleraður á hann rétt á því að fá upplýsingar um að svo hafi verið, svo fremi sem það truflar ekki rannsóknarheimildir, alla vega ekki á því tímabili. Það er grundvallarrétturinn. Núna er gert ráð fyrir því hvað þessar heimildir áhrærir að þingið verði einnig upplýst sérstaklega um þær.