140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

meðferð sakamála.

622. mál
[18:21]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er sjálfsagt efni í vangaveltur fram og til baka og snýst kannski fyrst og fremst um að nefndin rýni þessi sjónarmið ítarlega og af ábyrgð. Það sem ég held að eftir standi af þessum ágætu orðaskiptum okkar hv. þingmanns hér er að við erum sammála um að borgararnir þurfa að vera öruggir um að þeim heimildum sem beitt er og þær heimildir sem fyrir hendi eru í löggjöfinni á Íslandi, sem við berum ábyrgð á, séu þannig fram settar að þær ógni hvorki frelsi einstaklinga né lýðræðislegri uppbyggingu samfélagsins.