140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

fjárfestingar erlendra aðila og auðlindagjald í orkugeiranum.

[13:49]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ráðherra hefur ekki haft tíma til að setja niður fyrir sér staðreyndir mála í þessum óundirbúna fyrirspurnatíma og það er kannski ókosturinn við þessar óundirbúnu fyrirspurnir, að ekki er hægt að setja flóknar spurningar niður fyrir sér. Hv. þingmaður spyr hvort við eigum ekki að hafa eins gjaldtöku yfir allar auðlindir, ef ég skil hann rétt. Mér finnst rétt að við skoðum það mál vel og að við skattleggjum eða tökum gjald af auðlindarentunni, þ.e. að sá sem nýtir auðlindina geti gert ráð fyrir eðlilegum hagnaði af vinnu sinni og framlagningu, en þegar hann hagnast sérstaklega á auðlind þjóðarinnar, hvort sem það er auðlind í sjó, á landi eða í lofti, (Forseti hringir.) verði þeim hagnaði skipt á milli þeirra sem nýtir og eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin.