140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

skattlagning neikvæðra vaxta.

[14:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Nú væri kannski ágætt að segja fólki hvað það megi spara mikið og ekki umfram það en það vill svo til að það tapar engu að síður fyrir skatt. Vextir eru neikvæðir fyrir skatt. Ég spyr hæstv. fjármálaráðherra sem er hluti af hæstv. ríkisstjórn hvort hún hyggist gera eitthvað til að bæta stöðu sparifjáreigenda, hotta á bankana að gera eitthvað í því að hækka vextina eða beita stýritækjum sem Seðlabankinn á að hafa og hefur ekki tekist að halda verðbólgu niðri. Þetta er allt spurning um vandann við verðbólguna en ekki endilega skattlagningu eða upphæð vaxta.

Hæstv. ríkisstjórn hefur mistekist að halda verðbólgunni í skefjum. Stýritæki Seðlabankans virka ekki. Seðlabankanum tekst ekki heldur að beita peningamálastjórn sinni þannig að vextir eru núna 3–4% á bestu bókunum en verðbólgan er um 6% vegna þess (Forseti hringir.) að Seðlabankinn ræður ekki við stöðuna.