140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svarið við fyrri spurningunni um náttúruauðlindir er náttúrlega það að ég tel eðlilegt að sá sem á auðlindina njóti rentunnar af henni. Það er alveg ljóst í mínum huga. Ef það er orðið alveg ljóst að fiskurinn í sjónum er eign þjóðarinnar tel ég að þjóðin eigi að njóta rentunnar af honum. Einhvern tíma í vikunni verður væntanlega talað fyrir frumvarpi þar að lútandi.

Það er líka alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að það verður að fara fram atkvæðagreiðsla um kirkjuskipun. Ég sagði í ræðu minni að þess þyrfti.

Hins vegar er spurt hvort fólk vilji að þjóðkirkjan skipi þann sess í stjórnarskránni sem hún gerir nú. Í tillögum ráðsins er þjóðkirkjan ekki nefnd. Þess vegna er þessi spurning borin fram. (VigH: Þá er þessi spurning bindandi.)