140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[15:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum ekki mjög ósammála um þetta, ég og hv. þingmaður. En það er alveg ljóst að kirkjuskipan er ákveðin með lögum, þjóðkirkjan er í stjórnarskránni. Ef kirkjuskipaninni verður breytt þarf að bera það undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kemur líka fram hér. Hins vegar er þjóðkirkjan, hin evangeliska lúterska kirkja ekki nefnd í þessum tillögum. (Gripið fram í: Nei.)

Spurt er: Þykir þér, kjósandi góður, rétt að þjóðkirkjan skipi áfram þann sess í stjórnarskránni sem hún skipar nú? Það er nú ekki flóknara en það.