140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[15:26]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég var reyndar ekki að spyrja þingmanninn um hvað núverandi stjórnvöld gera eða gera ekki. Ég var að spyrja hvort þingmaðurinn hygðist virða þá niðurstöðu sem kæmi út úr þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu ef breytingartillagan verður samþykkt. Ef 90% þjóðarinnar mundu segja: Já, ég vil að við höldum áfram með samningaviðræðurnar við ESB og að þær verði kláraðar, ætlar þá þingmaðurinn að finna sér ný baráttumál? Það er það sem ég er að spyrja um.