140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[15:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg hissa á að þingmenn Samfylkingarinnar skuli koma hér upp hver á fætur öðrum og nú síðast hv. þm. Róbert Marshall og segja að ekki sé verið að leita eftir umboði hjá þjóðinni til að alþingismenn megi leggja fram frumvarp. Það stendur alveg afgerandi í tillögugreininni, enda hafa þessar spurningar verið lagðar fyrir gesti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og sumir hafa gagnrýnt það mjög harkalega vegna þess að það að leggja fram frumvarp liggur fyrst og fremst hjá þingmönnum sem hafa þegar vera kosnir af þjóðinni. Það er því tafaleikur að fara með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þessu verður ekki breytt.

Mig langar til að spyrja þingmanninn vegna þeirrar ályktunar sem Landssamtök landeigenda og Landssamband veiðifélaga hafa sent bæði til landskjörstjórnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar: Hefur þingmaðurinn ekki áhyggjur af þeim sjónarmiðum sem þar koma fram, að þessi félög fullyrða að þingið fari ekki að lögum, (Forseti hringir.) í ljósi þess að þingmaðurinn hv. situr í landsbyggðarkjördæmi?