140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[15:53]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þegar ég sagði hér í andsvari við hv. þm. Bjarna Benediktsson að ég vildi fá að sjá tillögur frá Sjálfstæðisflokknum átti ég að sjálfsögðu ekki við þær umsagnir og hugmyndir sem fram hafa komið frá hv. þm. Pétri Blöndal. Ég vil taka það skýrt fram að hans framlag í þessu máli hefur verið umfangsmikið og þarft. Hann hefur lagt í þetta mikla vinnu eins og hann á vana til og ber að hrósa honum sérstaklega fyrir það.

Varðandi þá breytingu sem hv. þingmaður hefur í huga varðandi 79. gr. lít ég á hana sem breytingu til þrautavara. Ef það ferli sem við erum með í gangi nær ekki að klárast á þessu kjörtímabili mun ég styðja þá tillögu sem hann hefur uppi um hvernig við breytum stjórnarskránni.