140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[15:55]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um leið og ég þakka hv. þingmanni fyrir þær spurningar sem hann ber hér fram og eru mjög stórar og umfangsmiklar vil ég taka það fram að ég vil ekki fara í efnislega umræðu um einstakar greinar. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður verður að skilja að ég vil ekki fara í efnislega umræðu um þessar spurningar og þær greinar sem hann ber hér upp á þeim 40 sekúndum sem ég hef til ráðstöfunar í ræðustóli. Ég veit að hv. þingmaður virðir það við mig að við verðum að taka þessa umræðu næsta vetur þegar tillaga að nýrri stjórnarskrá liggur fyrir. (Gripið fram í.)