140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:31]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek svo sem undir með hv. þm. Helga Hjörvar að vonandi getum við rætt þetta mál og tekið síðan afstöðu til þess innan þess frests sem við vitum að við höfum til að geta komið því í atkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningunum. Ég mundi hins vegar vilja hvetja hv. þingmann til að hafa meiri trú á samþingmönnum sínum en kom kannski fram í ræðu hans.

Ég vil spyrja hv. þingmann um afstöðu hans til þeirrar breytingartillögu sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram um að samhliða verði greidd atkvæði í þessari lýðræðishátíð sem hv. þingmaður talaði um, um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.