140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:35]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að ef svarið við þeirri spurningu er játandi hljóti það að vera alveg skýr stuðningur við tillögur stjórnlagaráðsins. Um leið hljóta menn að horfa til þess hverju svarað er um hin einstöku álitaefni og áskilja sér rétt til breytinga ef meirihlutastuðningur er við einhver einstök atriði í þeim spurningum, til dæmis að bæta við ákvæði um kirkjuna ef það er eindreginn vilji meiri hlutans í atkvæðagreiðslunni.