140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:57]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Ég vil, forseti, bara benda þingmanninum á íslenska orðabók þar sem hægt er að fletta upp orðinu þjóð og fá merkingu þess. Ef menn vilja flækja málin er alltaf hægt að flækja þau.

Hvað varðar það dæmi sem þingmaðurinn dró upp um heita vatnið þá veit ég að þingmaðurinn skilur málið ekki þannig og veit að fyrirtæki í opinberri eigu — það getur verið mikill arður af þeim sem byggja á nýtni einhverra auðlinda og sá arður rennur til samfélagsins. Þetta er svo sem ágætt dæmi um það en líka ágætt dæmi um það þegar farið er offari með slík fyrirtæki, því að ekki stendur það fyrirtæki vel.