140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:01]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það er einmitt þess vegna sem við erum með nokkra valkosti og fólk getur gert upp hug sinn og bent (Gripið fram í.) okkur á, veitt okkur ráðgjöf um hvað því finnst gott og hvað því finnst vont.

Hér er ekki verið að spyrja í fyrri liðnum: Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs sem stjórnarskrá Íslands? Það er ekki verið að spyrja að því. Það er verið að spyrja að því hvort fólk vilji að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. (PHB: Það getur hver þingmaður gert það.) Það getur hver þingmaður gert það, það er alveg rétt, og það er spurning um að fara bara að drífa í því.