140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:41]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, það er alveg hárrétt hjá þingmanninum. Það er óumdeilt að ef tillögur stjórnlagaráðs færu fram eins og þær liggja fyrir mundu þær veikja mjög stöðu landsbyggðarinnar. Það er atkvæðavægið, þetta með náttúruauðlindirnar ef á að taka túnin af bændunum, vatnsréttindi og annað slíkt, ef eitthvað er að marka þetta — (Gripið fram í.) Já, það er tvímælalaust rétt hjá hv. þingmanni að ef þetta fer óbreytt fram versnar mjög staða landsbyggðarinnar hvað varðar völd á löggjafarþinginu. Ég held að það sé óþarfi að hafa lengra mál um það.