140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[01:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þetta er nú ekki fordæmalaust í lífi hvers og eins því að við munum hvernig þetta var á táningsárunum þegar allir voru fullir af ýmsum hormónum og málin voru afgreidd út og suður í þeim stíl (Gripið fram í: Kannski einhverjir enn þá.) og kannski eru það einhverjir enn þá.

Ég vil hins vegar spyrja forseta og krefja hann um svör við því af hverju þeim fundi sem hér stendur enn þá er ekki fram haldið. Fyrsta máli á dagskrá er lokið og í öðru máli á dagskrá er umræðu lokið en atkvæðagreiðslu ekki. Mál 3–13 eru eftir á dagskránni og það vill svo vel til að framsögumenn þessara mála eru báðir mættir á staðinn og fyrir liggja ítarleg þingskjöl og er ekkert því til fyrirstöðu að hefja umræðu um mál 3–13 á dagskránni. Ég hvet til þess að það sé gert og spyr um ástæðu þess (Forseti hringir.) ef það er ákvörðun forseta að gera það ekki.