140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að okkur takist fyrir hádegi að ganga til atkvæða um þetta. Það tókst ekki, sem uppi var, að fresta þessari atkvæðagreiðslu til kl. 15 þannig að við brynnum inni með þetta mikilvæga mál sem hefur verið vel undirbúið af öllum sem hafa viljað koma að því. Ég gleðst yfir því að við getum nú greitt atkvæði um það.