140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:49]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil að við breytum stjórnarskránni og ég vil leita til þjóðarinnar í sumar með það atriði. Því segi ég já.

Ég geri hins vegar mjög alvarlegar athugasemdir við það ferli sem átti sér stað í gær. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins var beðið um að fá atkvæðagreiðslu um hvort senda ætti málið til nefndar. Hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir bað um það. Þegar fara á í atkvæðagreiðslu er venjan að senda SMS á þingmenn svo þeir geti komið til atkvæðagreiðslu. Það var ekki gert. Ég vil fá upplýst frá yfirstjórn þingsins af hverju hvorki ég né ýmsir aðrir þingmenn fengum SMS í gær. Af hverju var það ekki gert? Hvernig á að nýta atkvæðisréttinn ef maður er ekki boðaður til atkvæðagreiðslu? (Gripið fram í: Þingflokksformaður þinn …) Við þingmenn eigum rétt á að nýta atkvæðisrétt okkar. Það er ekki bara réttur, það er líka skylda. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég vil að þetta verði upplýst svo það sé ekki tekinn af mér atkvæðisrétturinn í þinginu. Ég fékk SMS að lokum en það var eftir mikið orðaskak og læti frammi á (Forseti hringir.) göngum þingsins. Hvers lags er þetta, (Forseti hringir.) virðulegi forseti? Ég vil að þetta mál verði upplýst.