140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:56]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við um það atkvæði hvort málið sem Alþingi hefur samþykkt að ganga eigi til síðari umr. eigi að fá þinglega meðferð í þingnefnd. Ég styð það að sjálfsögðu að því samþykktu [Hlátur í þingsal.] að málið haldi áfram. Ég held að ef svo fer fram sem ég leyfi mér að spá fyrir, að Alþingi samþykki einróma að málið gangi áfram til nefndar, sé Alþingi með því ekki bara að samþykkja að málið fái efnislega meðferð heldur gerir Alþingi með því kröfu til þess að málið fái í reynd ítarlega skoðun og efnislega vinnu og vinnslu í nefndinni, ekki einhvern málamyndasýndarleik um að málið sé tekið fyrir á klukkutímafundi og afgreitt út þannig að hægt sé að klára það á (Forseti hringir.) handahlaupum. Það að Alþingi samþykki að málið gangi til nefndar er að gera kröfu um vönduð vinnubrögð. (Forseti hringir.) Er það ekki það sem við erum öll að kalla eftir?