140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:57]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur unnið gríðarlega mikið og vandað verk (VigH: Rangt.) í undirbúningi þeirrar þingsályktunartillögu sem hér liggur fyrir. Hún er í framhaldi af samþykkt hins háa Alþingis 22. febrúar sl. Ég styð að sjálfsögðu tillögu forseta um að málið gangi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar enda er það í samræmi við ný þingsköp sem okkur ber að hafa í heiðri. Ég veit vegna hins mikla undirbúnings sem þar hefur verið unninn á fundum undanfarna daga að nefndin hefur alla burði til að vinna bæði hratt og örugglega til þess, eins og ég sagði fyrr í dag, að við getum fyrir þinglok á morgun komið fram samþykkt um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er markmiðið.