140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[15:41]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Í gær voru haldnir tveir fundir með þingflokksformönnum. Þar var farið yfir verkefni þessa fundar og funda næstu daga og skipulag á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ljúka nauðsynlegum verkefnum. Því miður voru þeir fundir algerlega árangurslausir. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins lagðist eindregið gegn öllum tillögum um að liðka fyrir þingstörfum, var ekki til viðræðu um að ræða fyrstu tvö dagskrármál þessa fundar saman, var ekki til viðræðu um að ljúka 1. umr. um fiskveiðistjórnarkerfið og vísa því til nefndar fyrir páska, var ekki til viðræðu um að klára stjórnarskrármálið fyrir tilsettan tíma og ekki til viðræðu um að halda þingfund á föstudag. Þetta var staðan kl. 17 í gær.

Frú forseti. Þótt hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir stjórni sínu liði hér, Sjálfstæðisflokknum, og ætli sér stundum að stjórna Alþingi Íslendinga stjórnar hún ekki ráðherrum eða tímaáætlun ríkisstjórnar Íslands. Það eru fleiri ráðherrar en (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon og við erum fullsæmd af því á Alþingi Íslendinga að hæstv. ráðherra Katrín Jakobsdóttir gegni störfum sjávarútvegsráðherra í dag.