140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

lengd þingfundar.

[16:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um lengd þingfundar. Ástæðan fyrir því að lengja þarf þingfund er skipulagsleysi stjórnarflokkanna og hve illa er haldið á málum sem þurfa að koma inn í þingið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég geri ráð fyrir að þeir sem ætla sér að samþykkja kvöldfund og vera hér í kvöld sitji þá því að óneitanlega vantaði mjög marga til að hlýða á umræðuna í gærkvöldi þó að vissulega væru hér nokkrir þingmenn. Ég geri ráð fyrir að það verði miklu betur mannað í kvöld og væntanlega jafnvel í nótt þannig að unnt sé að bregðast við atkvæðagreiðslum ef á þarf að halda.