140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

lengd þingfundar.

[16:02]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég held að reynslan af næturfundum sýni okkur að það er ekki farsælasta leiðin til að bæta vinnubrögð og bæta lagasetningu á Alþingi. Ég greiði því atkvæði gegn þessari tillögu og tek undir orð hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar að ég vænti þess að eiga notalega kvöldstund og jafnvel langa nótt fram undan með hv. þingheimi hér í kvöld.